Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 14:14 MYND/Víkurfrétti Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira