Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. Virðist sá sem þarna er að verki nota svartasta skammdegið til þess því íkveikjutilraunirnar hafa átt sér stað frá september til febrúar. Óskar lögregla eftir upplýsingum, hversu smávægilegar sem þær sem þær kunni að vera, varðandi grunsamlegar mannaferðir við Lifrasamlagið.
Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu
