Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis telur fráleitt að jarðvarmaorka úr Þingeyjarsýslum verði notuð til raforkuframleiðslu fyrir Fjarðaál, í stað þess að nota Kárahnjúkavirkjun til framleiðslunnar. Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hafa viðrað þær hugmyndir.
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, í gær, var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Að gefnu tilefni vill stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis árétta skoðun félagsins um að orkuauðlindir í Þingeyjarsýslum verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Byggðavandi eins byggðalags verður ekki leystur með því að velta honum yfir á annað landssvæði. Því eru hugmyndir um flutning á jarðvarmaorku úr Þingeyjarsýslum til Austurlands fráleitar.