Evrópumánuður ljósmyndarinnar 17. nóvember 2006 10:00 ljósmyndir Paris Photo hófst í gær og lýkur á sunnudag. Gallerí i8 tekur þátt í messunni. Í gær hófst í París ljósmyndamessan Paris-Photo og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tíunda sinn sem messan er haldin en hún er ein mikilvægasta sýninga- og sölumessa á ljósmyndum sem haldin er í Evrópu. Raunar hafa önnur þjóðlönd reynt að ná til sín hluta af kökunni: Fotobild-messunni er nýlega lokið í Berlín og fyrr á árinu er Photo-London. Þennan mánuð er ljósmyndin víða í hávegum höfð í Evrópu - mánuðurinn er skilgreindur sem Evrópumánuður ljósmyndarinnar. Paris Photo tengir sig þeim hátíðahöldum enda er ljósmyndin að verða æ fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Ljósmyndavélar eru öllum tiltækar. Stafræn vinnsla hefur gert almenningi kleift að vinna myndir sínar hraðar og betur eftir því sem hefðbundinni og nú fornri ljósmyndun er vikið til hliðar. Myndlistarmenn vinna æ meir með ljósmyndir og þær styrkja sig stöðugt í sessi sem tjáningarform. Hundruð aðila taka þátt í Paris Photo. Vegleg sýningarskrá messunnar er nauðsynjagripur hverjum þeim sem vill fylgjast með í ljósmyndum heimsins. Ljósmyndir sem veggskraut á heimilum eru að festa sig í sessi og myndir eftir aldraða og látna meistara eru stöðugt að hækka í verði á mörkuðum. Gallerí i8 tekur þátt í messunni í París. Mynd af Gjörningaklúbbnum skreytir opnunarsíðu á vef messunnar og Norðurlöndin skipa heiðurssess í sýningarhaldi hátíðarinnar í svokölluðum Statements-flokki. Þar er að finna myndverk eftir Rúrí og Hrafnkel Sigurðsson, auk þeirra Gjörningaklúbbskvenna. Mikið er í gangi í sýningarhaldi á ljósmyndum þessa dagana og undarlegt að samtök ljósmyndara og sýningahaldarar skuli ekki hafa tengt sig Evrópumánuði ljósmyndarinnar: nýlega lauk sýningu Ara Sigvaldasonar í Gerðubergi. Þessa helgi lýkur sýningu pólska fréttaljósmyndarans Chris Niedenthal, í Myndadeild er safnsýning sem kalllar á nafngreiningu mynda eftir ýmsa íslenska höfunda frá ýmsum tímum, auk þess sem Spessi opnaði á laugardag sýningu í Hafnarborg sem hann kallar Locations. Og þá er hlutur ljósmyndarinnar í öðrum myndlistarsýningum ekki rakinn. Áhugasamir um hvað sé í boði á Paris Photo geta litið á heimasíðu messunnar: www.parisphoto.fr. Þar má tengjast galleríum sem taka þátt í sýningunni og sjá hvað er þar í boði. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gær hófst í París ljósmyndamessan Paris-Photo og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tíunda sinn sem messan er haldin en hún er ein mikilvægasta sýninga- og sölumessa á ljósmyndum sem haldin er í Evrópu. Raunar hafa önnur þjóðlönd reynt að ná til sín hluta af kökunni: Fotobild-messunni er nýlega lokið í Berlín og fyrr á árinu er Photo-London. Þennan mánuð er ljósmyndin víða í hávegum höfð í Evrópu - mánuðurinn er skilgreindur sem Evrópumánuður ljósmyndarinnar. Paris Photo tengir sig þeim hátíðahöldum enda er ljósmyndin að verða æ fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Ljósmyndavélar eru öllum tiltækar. Stafræn vinnsla hefur gert almenningi kleift að vinna myndir sínar hraðar og betur eftir því sem hefðbundinni og nú fornri ljósmyndun er vikið til hliðar. Myndlistarmenn vinna æ meir með ljósmyndir og þær styrkja sig stöðugt í sessi sem tjáningarform. Hundruð aðila taka þátt í Paris Photo. Vegleg sýningarskrá messunnar er nauðsynjagripur hverjum þeim sem vill fylgjast með í ljósmyndum heimsins. Ljósmyndir sem veggskraut á heimilum eru að festa sig í sessi og myndir eftir aldraða og látna meistara eru stöðugt að hækka í verði á mörkuðum. Gallerí i8 tekur þátt í messunni í París. Mynd af Gjörningaklúbbnum skreytir opnunarsíðu á vef messunnar og Norðurlöndin skipa heiðurssess í sýningarhaldi hátíðarinnar í svokölluðum Statements-flokki. Þar er að finna myndverk eftir Rúrí og Hrafnkel Sigurðsson, auk þeirra Gjörningaklúbbskvenna. Mikið er í gangi í sýningarhaldi á ljósmyndum þessa dagana og undarlegt að samtök ljósmyndara og sýningahaldarar skuli ekki hafa tengt sig Evrópumánuði ljósmyndarinnar: nýlega lauk sýningu Ara Sigvaldasonar í Gerðubergi. Þessa helgi lýkur sýningu pólska fréttaljósmyndarans Chris Niedenthal, í Myndadeild er safnsýning sem kalllar á nafngreiningu mynda eftir ýmsa íslenska höfunda frá ýmsum tímum, auk þess sem Spessi opnaði á laugardag sýningu í Hafnarborg sem hann kallar Locations. Og þá er hlutur ljósmyndarinnar í öðrum myndlistarsýningum ekki rakinn. Áhugasamir um hvað sé í boði á Paris Photo geta litið á heimasíðu messunnar: www.parisphoto.fr. Þar má tengjast galleríum sem taka þátt í sýningunni og sjá hvað er þar í boði.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira