Barist um Frank-N-Furter 15. nóvember 2006 09:00 Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum. Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum.
Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira