6,6% íslenskra barna býr við fátækt 9. desember 2006 18:15 Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru." Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru."
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira