
Innlent
Ekki komið samkomulag um breytingu á matarskatti

Matarskattur og aðgerðir til að lækka matarverð voru ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki enn komist að niðurstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Reiknað er þó með að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. Líklegt má telja að hún verði kynnt í stefnuræðu forsætisráðherra í næstu viku.