Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili 27. júlí 2006 07:00 Guðmundur Hallvarðsson Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“ Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“
Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira