Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót 14. júlí 2006 03:30 Söluhugleiðingar borgarinnar endurvaktar. Ekki var tímabært að selja Landsvirkjun á tímum R-listans vegna ósamstöðu. Hún er ekki lengur til staðar, segir Alfreð Þorsteinsson. Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira