Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna 21. janúar 2006 12:15 Frá Kópavogi. XXX höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú rétt fyrir fréttir. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sækist einn eftir að leiða listann en hörð barátta er um annað sæti listans. Fjórir sækjast eftir því, þau Ármann Kr. Ólason, Bragi Michaelson, Gunnsteinn Birgisson og Jóhanna Thorsteinson. Kjörstaður opnaði klukkan níu í morgun og stendur kjörfundur til klukkan sex síðdegis. Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar segir að flokksmönnum hafi fjölgað mikið undanfarið eða um 800 til 900 síðustu daga. Þegar kjörskrá var tekin saman í gær voru 3.950 félagsmenn í sjálfstæðisfélögunum og búist er við að þeim fjölgi enn í dag því hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað. Fyrstu tölur verða líklega birtar upp úr klukkan sex síðdegis, nokkrum mínútum eftir að kjörstaður lokar. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan 20 í síðasta lagi. Nokkuð var um það rætt eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi að kvenfólk ætti erfitt uppdráttar á listanum. Á teikningu sem hengur uppi í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Garðabæ eru fjórar prinsessur og einn prins. Ósagt skal látið hvort úrslitin í Garðabæ hafi verið kveikjan að myndinni en svo mikið er víst að sjö konur og átta karlar eru þar í framboði. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
XXX höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú rétt fyrir fréttir. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sækist einn eftir að leiða listann en hörð barátta er um annað sæti listans. Fjórir sækjast eftir því, þau Ármann Kr. Ólason, Bragi Michaelson, Gunnsteinn Birgisson og Jóhanna Thorsteinson. Kjörstaður opnaði klukkan níu í morgun og stendur kjörfundur til klukkan sex síðdegis. Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar segir að flokksmönnum hafi fjölgað mikið undanfarið eða um 800 til 900 síðustu daga. Þegar kjörskrá var tekin saman í gær voru 3.950 félagsmenn í sjálfstæðisfélögunum og búist er við að þeim fjölgi enn í dag því hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað. Fyrstu tölur verða líklega birtar upp úr klukkan sex síðdegis, nokkrum mínútum eftir að kjörstaður lokar. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan 20 í síðasta lagi. Nokkuð var um það rætt eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi að kvenfólk ætti erfitt uppdráttar á listanum. Á teikningu sem hengur uppi í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Garðabæ eru fjórar prinsessur og einn prins. Ósagt skal látið hvort úrslitin í Garðabæ hafi verið kveikjan að myndinni en svo mikið er víst að sjö konur og átta karlar eru þar í framboði.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira