Segir að efla þurfi ákæruvald 17. nóvember 2006 06:15 Helgi Jóhannesson Vill að ákæruvaldið verði eflt. MYND/gva Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál." Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál."
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira