Segir að efla þurfi ákæruvald 17. nóvember 2006 06:15 Helgi Jóhannesson Vill að ákæruvaldið verði eflt. MYND/gva Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál." Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál."
Innlent Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira