Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós 16. nóvember 2006 06:30 kjötborðið í nóatúni Kaupmenn eru sammála um að þeir þurfi að sjá betur útfærslu á allt að fjörutíu prósenta tollalækkun á almennum kjötvörum til að geta sagt til um verðlækkunina. Ýmislegt er óljóst í því sambandi, til dæmis hvort reglum um innflutning verður breytt og magnið gefið frjálst. Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira