Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós 16. nóvember 2006 06:30 kjötborðið í nóatúni Kaupmenn eru sammála um að þeir þurfi að sjá betur útfærslu á allt að fjörutíu prósenta tollalækkun á almennum kjötvörum til að geta sagt til um verðlækkunina. Ýmislegt er óljóst í því sambandi, til dæmis hvort reglum um innflutning verður breytt og magnið gefið frjálst. Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Innlent Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.
Innlent Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira