ÍE mátti skoða tölvupóst 31. október 2006 07:00 Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins.
Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira