ÍE mátti skoða tölvupóst 31. október 2006 07:00 Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins.
Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira