Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju 10. ágúst 2006 07:15 Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz. Innlent Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz.
Innlent Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent