Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju 10. ágúst 2006 07:15 Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz. Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz.
Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira