Kaupendur í betri stöðu en seljendur 8. ágúst 2006 08:00 Mynd/Stefán Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan." Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan."
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira