Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega 20. september 2006 07:15 Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær. Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær.
Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira