Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli 28. júlí 2006 07:45 Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist. Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist.
Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira