Svefnpoki á 3.500 krónur 27. júlí 2006 06:45 Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni. Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Fyrst ber að nefna, eðli málsins samkvæmt, tjaldið sjálft. Hægt er að fá tjöld af öllum stærðum, gerðum og gæðum og verðið er misjafnt eftir því. Blaðamaður gerði lauslega verðkönnun á tjöldum í þremur verslunum. Sex manna útilegutjöld eru á verðbilinu 14.900 til 39.900 krónur hjá Útilífi, 21.990 til 34.900 hjá Intersport og 15.990 til 44.900 hjá versluninni 66° Norður. Verðmunur felst aðallega í því hversu sterkbyggð og vatnsheld tjöldin eru. Þriggja manna útilegutjöld eru á verðbilinu 6.900 til 13.900 hjá Útilífi, 7.990 til 12.990 hjá Intersport og 4.900 til 19.900 hjá versluninni 66° Norður. Allar verslanirnar buðu upp á úrval tjalda í fleiri stærðum. Nauðsynlegt er að hafa hlýjan svefnpoka til að skríða ofan í þegar útilegufari ákveður að ganga til náða eftir viðburðaríkan dag í náttúrunni. Fyrir þá sem eru að hugsa um að leggja loksins svefnpokanum sem þeir fengu í fermingargjöf er hægt að fjárfesta í nýjum fyrir lítinn pening. Verslanirnar buðu allar upp á gerviefnapoka og dúnpoka. Meira fer af gerviefnapokunum sem mega frekar við því að blotna heldur en dúnpokarnir sem eru þó hlýrri. Útilíf býður gerviefnapoka á verðinu 5.900 til 12.900 krónur og dúnpoka frá 13.900 upp í 46.900 krónur. Í Intersport eru gerviefnapokar á verðbilinu 3.490 til 26.900 krónur og dúnpokar á 19.900 krónur. Verslunin 66° Norður er með gerviefnapoka á 6.900 upp í 29.900 krónur og dúnpoka á 19.900 upp í 34.900 krónur. Prímus er svo auðvitað lykilatriði þegar útilegufarinn vaknar á laugardagsmorgni og kaffiþörfin gerir vart við sig en óþarfi er að útlista notagildi prímussins sem liggur í augum uppi varðandi alla eldamennsku í útilegum. Prímusar fyrir einnota gaskúta eru handhægir í útileguna og felst verðmunur á þeim í fyrirferð þeirra. Útilíf býður slíka prímusa á verðbilinu 2.990 til 5.990 krónur. Í Intersport fást þeir á 3.990 upp í 6.990 krónur. Í versluninni 66° Norður eru þeir frá 4.500 upp í 7.900 krónur. Ef að útilegufaranum hugnast ekki að taka því rólega í og við tjald sitt yfir helgina er upplagt að taka með sér dagbakpoka og kanna nánasta umhverfi tjaldsins með nesti og aukaföt á bakinu ef illa skyldi fara við hopp yfir ár. Dagbakpokar taka á bilinu 20 til 30 lítra og fást þeir í Útilífi á verðbilinu 6.900 til 13.900 krónur. Í Intersport eru þeir á 2.990 upp í 6.990 krónur. Verslunin 66° Norður er með dagbakpoka á verðbilinu 2.590 til 7.900 krónur. Sólgleraugu og regnhlíf gætu flokkast undir nauðsynlegan aukabúnað útilegufarans enda óvarlegt að treysta á að sama veðrið haldist alla helgina. Og ef að pláss leyfir í bílnum þá vekur gítarinn yfirleitt mikla lukku í útilegunni.
Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira