Fyrsta lið ákæru endanlega vísað frá 22. júlí 2006 08:00 Sigurður Tómas Magnússon Segir viðamikil atriði enn eftir. MYND/GVA Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf. Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf.
Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira