Fyrsta lið ákæru endanlega vísað frá 22. júlí 2006 08:00 Sigurður Tómas Magnússon Segir viðamikil atriði enn eftir. MYND/GVA Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira