Rútukaup verða áfram niðurgreidd 11. júlí 2006 07:15 Hópbifreið Farþegum með rútum fer fjölgandi. Framlengja á heimild til endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts af nýjum innfluttum hópbifreiðum. Starfshópur samgönguráðherra, sem fjallaði um rekstrarumhverfi hópbifreiða, komst að þeirri niðurstöðu, en að öllu óbreyttu rennur heimildin út um næstu áramót. Hópnum var gert að taka saman yfirlit um aðgerðir stjórnvalda og aðrar aðgerðir sem snert hafa rekstur hópbifreiða undanfarin ár og meta hvernig tekist hafi, leggja mat á afkomu greinarinnar og kosti þess og galla að greinin verði virðisaukaskattskyld. Í skýrslu hópsins kemur meðal annars fram að farþegum á sérleyfisleiðum hefur fjölgað undanfarin ár. Árið 2002 voru þeir 377 þúsund en 413 þúsund árið 2004. Farþegum á sérleyfisleiðum hefur þó fækkað mjög frá því sem var árið 1960 þegar þeir voru 635 þúsund. Þá hefur sérleyfisleiðunum sjálfum fækkað á undanförnum árum úr um 140 á sjötta áratugnum niður í 32 árið 2004. Þó ber að hafa í huga að einhverjar sérleiðir hafa verið sameinaðar. Hagnaður var af reglulegri starfsemi hópbifreiðafyrirtækja árið 2004 en rétt innan við eitt hundrað fyrirtæki eru í greininni. Eins og gengur högnuðust sum þeirra en önnur töpuðu. Á síðasta ári voru rúmlega 1.900 hópbifreiðar til á Íslandi og er meðalaldur þeirra um tíu ár. Starfshópur samgönguráðherra kemst meðal annars að því að upptöku olíugjalds í stað þungaskatts fyrir rúmu ári hafi almennt fylgt kostnaðarauki fyrir hópbifreiðafyrirtækin. Á því séu þó undantekningar. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og þó ýmis rök mæli með því að slíkur skattur verði greiddur af greininni telur starfshópurinn sig ekki í aðstöðu til að leggja til virðisaukaskattskyldu greinarinnar. Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Framlengja á heimild til endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts af nýjum innfluttum hópbifreiðum. Starfshópur samgönguráðherra, sem fjallaði um rekstrarumhverfi hópbifreiða, komst að þeirri niðurstöðu, en að öllu óbreyttu rennur heimildin út um næstu áramót. Hópnum var gert að taka saman yfirlit um aðgerðir stjórnvalda og aðrar aðgerðir sem snert hafa rekstur hópbifreiða undanfarin ár og meta hvernig tekist hafi, leggja mat á afkomu greinarinnar og kosti þess og galla að greinin verði virðisaukaskattskyld. Í skýrslu hópsins kemur meðal annars fram að farþegum á sérleyfisleiðum hefur fjölgað undanfarin ár. Árið 2002 voru þeir 377 þúsund en 413 þúsund árið 2004. Farþegum á sérleyfisleiðum hefur þó fækkað mjög frá því sem var árið 1960 þegar þeir voru 635 þúsund. Þá hefur sérleyfisleiðunum sjálfum fækkað á undanförnum árum úr um 140 á sjötta áratugnum niður í 32 árið 2004. Þó ber að hafa í huga að einhverjar sérleiðir hafa verið sameinaðar. Hagnaður var af reglulegri starfsemi hópbifreiðafyrirtækja árið 2004 en rétt innan við eitt hundrað fyrirtæki eru í greininni. Eins og gengur högnuðust sum þeirra en önnur töpuðu. Á síðasta ári voru rúmlega 1.900 hópbifreiðar til á Íslandi og er meðalaldur þeirra um tíu ár. Starfshópur samgönguráðherra kemst meðal annars að því að upptöku olíugjalds í stað þungaskatts fyrir rúmu ári hafi almennt fylgt kostnaðarauki fyrir hópbifreiðafyrirtækin. Á því séu þó undantekningar. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og þó ýmis rök mæli með því að slíkur skattur verði greiddur af greininni telur starfshópurinn sig ekki í aðstöðu til að leggja til virðisaukaskattskyldu greinarinnar.
Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira