Fjölskyldan stolt af Magna 8. júlí 2006 00:01 Magni Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi. Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi.
Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira