Verður þjóðareign eins og handboltalandsliðið 23. júní 2006 00:01 Magni Ásgeirsson tekur þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar sem tugmilljónir áhorfenda fylgjast með. MYND/Hrönn Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí. Rock Star Supernova Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí.
Rock Star Supernova Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira