Býr sig undir herskáar aðgerðir 15. júní 2005 00:01 Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira