Býr sig undir herskáar aðgerðir 15. júní 2005 00:01 Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira