Efla þarf réttindagæslu 5. júlí 2005 00:01 Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla. Fjárhæðir vegna málsins liggja ekki fyrir, en talið er að konan hafi dregið sér vörur í allt að ellefu mánuði. Henni var vikið frá störfum í lok apríl. Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, veit til þess að innan svæðisskrifstofu fatlaðara hafi fólk áhyggjur af því að betra eftirlit þurfi með rekstri sambýla. "Þetta mál er áminning um að huga þurfi betur að réttindum þessa hóps og efla réttindagæslu. Þó má segja að nú horfi aðeins til betri vegar, eftir að skipaður hefur verið trúnaðaðarmaður fatlaðra í fullu starfi í Reykjavík og á Reykjanesi. Það er vonandi byrjunin," segir hann og vísar til þess að í maí hóf störf Kristín Júlía Sigurjónsdóttir trúnaðarmaður. Þá hafði staðan verið ómönnuð í nokkra mánuði. Kristín segist þessa dagana ferðast um og heimsækja sambýli og heimili fyrir fatlaða, en þau skipta tugum. Hún áréttar að aðstandendur fatlaðra, sem og starfsfólk heimila geti snúið sér til hennar með mál og hún muni þá kanna þau. "En svæðisskrifstofan er virkilega að taka á þessu máli sem nú kom upp," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla. Fjárhæðir vegna málsins liggja ekki fyrir, en talið er að konan hafi dregið sér vörur í allt að ellefu mánuði. Henni var vikið frá störfum í lok apríl. Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, veit til þess að innan svæðisskrifstofu fatlaðara hafi fólk áhyggjur af því að betra eftirlit þurfi með rekstri sambýla. "Þetta mál er áminning um að huga þurfi betur að réttindum þessa hóps og efla réttindagæslu. Þó má segja að nú horfi aðeins til betri vegar, eftir að skipaður hefur verið trúnaðaðarmaður fatlaðra í fullu starfi í Reykjavík og á Reykjanesi. Það er vonandi byrjunin," segir hann og vísar til þess að í maí hóf störf Kristín Júlía Sigurjónsdóttir trúnaðarmaður. Þá hafði staðan verið ómönnuð í nokkra mánuði. Kristín segist þessa dagana ferðast um og heimsækja sambýli og heimili fyrir fatlaða, en þau skipta tugum. Hún áréttar að aðstandendur fatlaðra, sem og starfsfólk heimila geti snúið sér til hennar með mál og hún muni þá kanna þau. "En svæðisskrifstofan er virkilega að taka á þessu máli sem nú kom upp," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira