Segir Íraksumræðu á villigötum 8. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira