Herör gegn ólöglegu vinnuafli 2. maí 2005 00:01 "Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira