Verðbólga þurrkar út launahækkun 13. september 2005 00:01 Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira