Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða 27. júní 2005 00:01 Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira