Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax 19. maí 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira