Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild 20. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira