Innlent

Fischer fær útlendingavegabréf

Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Ekki hefur náðst í Hildi Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, til að staðfesta þetta. Það er einlæg von Stuðningshópsins að þar með sé skákin unnin, segir Einar, og Fischer muni öðlast frelsi sitt á ný eftir sjö mánaða vist í innflytjendabúðum í Japan og geti ferðast til Íslands innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×