Duran Duran lofa góðri skemmtun 29. júní 2005 00:01 Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“ Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“
Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“