Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar 11. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira