Gögn sanna sekt segir Jón Gerald 18. ágúst 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu