Glerlistaverk eftir pabba 13. apríl 2005 00:01 Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, á listaverk eftir pabba sinn sem hún heldur mikið upp á. "Pabbi minn hefði helst viljað vera myndlistarmaður en það þótti nú ekki vera alvöru vinna í þá daga og hann lærði til rafvirkja og vann við það í fjörutíu og fimm ár. Þegar hann fór á eftirlaun lét hann drauminn rætast og skellti sér á námskeið til að læra að vinna í gler. Þar unnu flestir eftir fyrirfram ákveðnum mynstrum en það átti ekki við pabba heldur vildi hann gera verkin upp úr sér. Síðan hefur hann gert mörg glerlistaverk sem eru afskaplega falleg." Hallveig og systkini hennar eiga því ekki langt að sækja listfengi sitt en þau eru öll starfandi tónlistarmenn. Þau eiga líka öll glerlistaverk eftir pabba sinn. Myndin hennar Hallveigar heitir Kuml og er gerð úr skornu lituðu gleri. "Hún hangir í stofuglugganum mínum og það er svo fallegt að sjá hvernig sólin og dagsljósið skín í gegn." Hallveig sem er ein af okkar bestu sópransöngkonum er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunum og núna er hún að æfa sópranhlutverkið í Carmina Burana sem flutt verður af söngsveitinni Fílharmoníu í Langholtskirkju þann 24. og 26. apríl. "Ég hlakka mjög til enda er þetta alveg einstaklega falleg tónlist. Svo er ýmislegt á döfinni annað sem kemur í ljós í fyllingu tímans." Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona, á listaverk eftir pabba sinn sem hún heldur mikið upp á. "Pabbi minn hefði helst viljað vera myndlistarmaður en það þótti nú ekki vera alvöru vinna í þá daga og hann lærði til rafvirkja og vann við það í fjörutíu og fimm ár. Þegar hann fór á eftirlaun lét hann drauminn rætast og skellti sér á námskeið til að læra að vinna í gler. Þar unnu flestir eftir fyrirfram ákveðnum mynstrum en það átti ekki við pabba heldur vildi hann gera verkin upp úr sér. Síðan hefur hann gert mörg glerlistaverk sem eru afskaplega falleg." Hallveig og systkini hennar eiga því ekki langt að sækja listfengi sitt en þau eru öll starfandi tónlistarmenn. Þau eiga líka öll glerlistaverk eftir pabba sinn. Myndin hennar Hallveigar heitir Kuml og er gerð úr skornu lituðu gleri. "Hún hangir í stofuglugganum mínum og það er svo fallegt að sjá hvernig sólin og dagsljósið skín í gegn." Hallveig sem er ein af okkar bestu sópransöngkonum er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunum og núna er hún að æfa sópranhlutverkið í Carmina Burana sem flutt verður af söngsveitinni Fílharmoníu í Langholtskirkju þann 24. og 26. apríl. "Ég hlakka mjög til enda er þetta alveg einstaklega falleg tónlist. Svo er ýmislegt á döfinni annað sem kemur í ljós í fyllingu tímans."
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira