Rifbrotinn og allur lurkum laminn 17. janúar 2005 00:01 "Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
"Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira