Endurálagning Baugs 464 milljónir 5. janúar 2005 00:01 Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira