Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá 28. desember 2005 19:00 MYND/Teitur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent