Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi? 23. nóvember 2005 19:30 Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira