Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi? 23. nóvember 2005 19:30 Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira