Deilt um hæfi Björns 16. nóvember 2005 21:00 Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira