Coppell styður Ívar 29. október 2005 13:14 MYND/Getty Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira