Erindi auki líkur á fjárnámi 5. október 2005 00:01 Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira