Geðlæknar mæla með öryggisvistun 7. september 2005 00:01 Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira