Segjast öll saklaus 17. ágúst 2005 00:01 Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira