Vændishringur á Íslandi 15. júlí 2005 00:01 Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira